433Sport

Neitaði að spila sinn fyrsta landsleik í dag – Lofuðu að bróðir hans yrði í landsliðinu

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. október 2018 21:00

Leon Bailey, leikmaður Bayer Leverkusen, hafnaði því að spila fyrir landslið Jamaíka í dag en hann átti að spila sinn fyrsta landsleik gegn liði Bonaire.

Bailey ákvað á dögunum að samþykkja að spila fyrir landslið Jamaíku en hann er einnig löglegur með enska landsliðinu.

Bailey mætti til Jamaíka á dögunum en hafnaði svo að spila leikinn í dag. Hann segir að knattspyrnusambandið hafi svikið loforð.

Bailey tekur ekki fram hverju var lofað en samkvæmt fregnum þá var honum sagt að yngri bróðir hans, Kyle Butler yrði einnig kallaður í landsliðið.

Jamaíka stóð ekki við það loforð og frekar en að kalla Butler í landsliðið þá var honum boðið að koma á reynslu. Butler spilar fyrir lið FC Juniors í austurríski annarri deildinni.

,,Augljóslega þá kom ég hingað vegna þess að ég var kallaður í landsliðshópinn,“ sagði Bailey.

,,Ég samþykkti að koma því við höfðum náð samkomulagi. Þegar ég kom hingað var sagan önnur.“

,,Þeir stóðu ekki við sitt og ég ákvað því að spila ekki. Ég er hér til þess að spila fyrir þjóðina.“

,,Því miður þá stóðu þeir ekki við sitt loforð. Um leið og þeir gera það þá get ég klætt mig í landsliðstreyjuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Plús og mínus úr landsleiknum – ,,Á það að kallast ásættanlegt?“

Plús og mínus úr landsleiknum – ,,Á það að kallast ásættanlegt?“
433Sport
Í gær

Einkunnir Íslands gegn Belgíu – Kári bestur

Einkunnir Íslands gegn Belgíu – Kári bestur
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu – Arnór byrjar

Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu – Arnór byrjar
433Sport
Í gær

,,Hann gæti unnið skallaeinvígi við Frelsisstyttuna“ – Sjáðu ótrúlegan stökkkraft Van Dijk

,,Hann gæti unnið skallaeinvígi við Frelsisstyttuna“ – Sjáðu ótrúlegan stökkkraft Van Dijk
433Sport
Fyrir 2 dögum

Uppalinn hjá Sporting en samdi við ÍBV – Lék fyrir yngri landslið Portúgals

Uppalinn hjá Sporting en samdi við ÍBV – Lék fyrir yngri landslið Portúgals
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði í sigri Íslands gegn Tyrklandi

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði í sigri Íslands gegn Tyrklandi