fbpx
433Sport

Mikil reiði hjá Real sem leggur fram kæru – Þurfti Ronaldo að þagga niður í henni?

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 11. október 2018 16:05

Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus á Ítalíu, er á forsíðum flestra blaða í Evrópu þessa stundina.

Ronaldo er ásakaður um að hafa nauðgað fyrirsætunni Kathryn Mayorga árið 2009 eftir að þau höfðu skemmt sér á næturklúbbi.

Atvikið á að hafa átt sér stað í Las Vegas en enn sem komið er ekkert sem sannar að Ronaldo hafi gerst brotlegur.

Fyrrum félag Ronaldo, Real Madrid, hefur nú ákveðið að kæra portúgalskt blað sem fjallaði um málið.

Í grein blaðsins var talað um að Real hafi skipað Ronaldo að borga Kathryn til að þagga niður í henni á sínum tíma.

Real hafði áhyggjur af sínum nýjasta manni á þessum tíma en hann kostaði spænska liðið 80 milljónir punda árið 2009. Félagið á að hafa fengið Ronaldo til að ljúka málinu án þess að mæta fyrir dómstóla.

Real neitar þessum ásökunum og hefur ákveðið að kæra blaðið Correio da Manha í kjölfarið.

Kathryn segist sjálf hafa verið of hrædd til að fara með málið lengra á sínum tíma en ákvað nýlega að kæra Ronaldo á ný fyrir meinta nauðgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 4 dögum

Gylfa hrósað í hástert: Í öðru sæti yfir þá sem hafa bætt sig mest – ,,Everton fær mikið fyrir peninginn“

Gylfa hrósað í hástert: Í öðru sæti yfir þá sem hafa bætt sig mest – ,,Everton fær mikið fyrir peninginn“
433Sport
Fyrir 4 dögum

,,Ég vona að þú fáir hvítblæði og að þér verði nauðgað til dauða“

,,Ég vona að þú fáir hvítblæði og að þér verði nauðgað til dauða“
433Sport
Fyrir 6 dögum

Þessir leikmenn landsliðsins eru í öðrum gæðaflokki að mati Gumma Ben – ,,Truflar mig ekki neitt þegar sonurinn spilar“

Þessir leikmenn landsliðsins eru í öðrum gæðaflokki að mati Gumma Ben – ,,Truflar mig ekki neitt þegar sonurinn spilar“
433Sport
Fyrir 6 dögum

13 leikja martröð landsliðsins þar sem vörnin lekur og sóknarleikurinn virkar ekki

13 leikja martröð landsliðsins þar sem vörnin lekur og sóknarleikurinn virkar ekki