fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
433Sport

Mikil reiði hjá Real sem leggur fram kæru – Þurfti Ronaldo að þagga niður í henni?

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 11. október 2018 16:05

Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus á Ítalíu, er á forsíðum flestra blaða í Evrópu þessa stundina.

Ronaldo er ásakaður um að hafa nauðgað fyrirsætunni Kathryn Mayorga árið 2009 eftir að þau höfðu skemmt sér á næturklúbbi.

Atvikið á að hafa átt sér stað í Las Vegas en enn sem komið er ekkert sem sannar að Ronaldo hafi gerst brotlegur.

Fyrrum félag Ronaldo, Real Madrid, hefur nú ákveðið að kæra portúgalskt blað sem fjallaði um málið.

Í grein blaðsins var talað um að Real hafi skipað Ronaldo að borga Kathryn til að þagga niður í henni á sínum tíma.

Real hafði áhyggjur af sínum nýjasta manni á þessum tíma en hann kostaði spænska liðið 80 milljónir punda árið 2009. Félagið á að hafa fengið Ronaldo til að ljúka málinu án þess að mæta fyrir dómstóla.

Real neitar þessum ásökunum og hefur ákveðið að kæra blaðið Correio da Manha í kjölfarið.

Kathryn segist sjálf hafa verið of hrædd til að fara með málið lengra á sínum tíma en ákvað nýlega að kæra Ronaldo á ný fyrir meinta nauðgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Þjóðin valdi: Þetta eru fimm bestu knattspyrnumenn Íslands árið 2018 – Sá efsti í sérflokki

Þjóðin valdi: Þetta eru fimm bestu knattspyrnumenn Íslands árið 2018 – Sá efsti í sérflokki
433Sport
Í gær

Sjáðu brjálæðina á Nou Camp: ,,Þeir lömdu okkur með kylfum að ástæðulausu“

Sjáðu brjálæðina á Nou Camp: ,,Þeir lömdu okkur með kylfum að ástæðulausu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Saga Arnórs er eins og besta lygasaga sem þú hefur heyrt: Hér má lesa ótrúlega sögu piltsins frá Akranesi

Saga Arnórs er eins og besta lygasaga sem þú hefur heyrt: Hér má lesa ótrúlega sögu piltsins frá Akranesi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stórhættulegt brot Muller verðskuldaði rautt – Sjáðu hvað hann gerði

Stórhættulegt brot Muller verðskuldaði rautt – Sjáðu hvað hann gerði
433Sport
Fyrir 3 dögum

Þeir leikmenn sem hafa verið lengst hjá sínum félögum – Íslendingur fær pláss

Þeir leikmenn sem hafa verið lengst hjá sínum félögum – Íslendingur fær pláss
433Sport
Fyrir 3 dögum

Missti sjónina en upplifði magnaða stund í gær – ,,Fallegi leikurinn er fyrir okkur öll“

Missti sjónina en upplifði magnaða stund í gær – ,,Fallegi leikurinn er fyrir okkur öll“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sheikh Khalifa hefur mikla trú á Heimi: Lofar fjármunum og ætlar að gera allt til þess að styðja hann

Sheikh Khalifa hefur mikla trú á Heimi: Lofar fjármunum og ætlar að gera allt til þess að styðja hann
433Sport
Fyrir 3 dögum

Eiður Smári veit hverjum Liverpool á að þakka: 2018 útgáfan af 2005

Eiður Smári veit hverjum Liverpool á að þakka: 2018 útgáfan af 2005