fbpx
Mánudagur 10.desember 2018
433Sport

Gylfi axlar ábyrgð á því sem hann var harkalega gagnrýndur fyrir – ,,Ég hefði átt að mæta“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. október 2018 10:35

Gylfi Þór Sigurðsson, besti knattspyrnumaður Íslands sér eftir þvi að hafa ekki mætt í viðtöl eftir síðasta landsleik.

Gylfi fékk nokkuð harða gagnrýni fyrir að mæta ekki í viðtöl eftir tap gegn Belgíu á heimavelli í síðasta mánuði. Gylfi var fyriliði liðsins í leiknum en gaf ekki kost á sér í viðtöl.

Meira:
Blaðamaður Morgunblaðsins lætur Gylfa og Söru heyra það – ,,Fyrirliðastaða í landslið á aldrei að vera upp á punt“

,,Maður tekur ekki allar réttar ákvarðanir,“ sagði Gylfi á fréttamannafundi í Frakklandi í dag sem sýndur var í beinni á Vísir .is.

Ísland mætir Frakklandi í æfingaleik á morgun. ,,Eftir 6-0 tap gegn Sviss og svo 3-0 tap gegn Belgíu, þá er maður andlega ekki að taka réttar ákvarðanir. Maður hefði farið í viðtal pirraður og sagt kannski vitlausa hluti.“

,,Ég hefði átt að mæta í viðtöl, svona er þetta bara. Maður tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir, þetta hefur komið fyrir áður hjá öðrum liðum og landsliðum.“

Gylfi segir að aðrir leikmenn hafi mætt í viðtöl og hann hefði líklega sagt sömu hluti.

,,Fjölmiðlar fengu nóg af leikmönnum frá Íslandi eftir leikinn, ég hefði sagt svipaða hluti. Ég skal mæta í viðtöl eftir næsta leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Jólabækur Drápu
433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið: Salah hafnaði verðlaunum Sky Sports – Liðsfélaginn átti þau skilið

Sjáðu atvikið: Salah hafnaði verðlaunum Sky Sports – Liðsfélaginn átti þau skilið
433Sport
Í gær

Þorvaldur spilaði með Roy Keane: Hann var illa nærður og horaður Íri sem reif kjaft

Þorvaldur spilaði með Roy Keane: Hann var illa nærður og horaður Íri sem reif kjaft
433Sport
Fyrir 2 dögum

Heimir búinn að finna sér lið?

Heimir búinn að finna sér lið?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur vann með fyrrum hetju United: ,,Hann var ekki slæmur maður en ekkert rosalega góður þjálfari“

Þorvaldur vann með fyrrum hetju United: ,,Hann var ekki slæmur maður en ekkert rosalega góður þjálfari“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Stjörnur Arsenal í vandræðum: Fóru út á lífið og fengu sér „hippy crack“

Stjörnur Arsenal í vandræðum: Fóru út á lífið og fengu sér „hippy crack“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Einn frægasti maður Englands bað Þorvald um að baða sig á sögufrægum slóðum: ,,Ég endað með því að sápa á honum bakið“

Einn frægasti maður Englands bað Þorvald um að baða sig á sögufrægum slóðum: ,,Ég endað með því að sápa á honum bakið“