fbpx
433Sport

Gylfi axlar ábyrgð á því sem hann var harkalega gagnrýndur fyrir – ,,Ég hefði átt að mæta“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. október 2018 10:35

Gylfi Þór Sigurðsson, besti knattspyrnumaður Íslands sér eftir þvi að hafa ekki mætt í viðtöl eftir síðasta landsleik.

Gylfi fékk nokkuð harða gagnrýni fyrir að mæta ekki í viðtöl eftir tap gegn Belgíu á heimavelli í síðasta mánuði. Gylfi var fyriliði liðsins í leiknum en gaf ekki kost á sér í viðtöl.

Meira:
Blaðamaður Morgunblaðsins lætur Gylfa og Söru heyra það – ,,Fyrirliðastaða í landslið á aldrei að vera upp á punt“

,,Maður tekur ekki allar réttar ákvarðanir,“ sagði Gylfi á fréttamannafundi í Frakklandi í dag sem sýndur var í beinni á Vísir .is.

Ísland mætir Frakklandi í æfingaleik á morgun. ,,Eftir 6-0 tap gegn Sviss og svo 3-0 tap gegn Belgíu, þá er maður andlega ekki að taka réttar ákvarðanir. Maður hefði farið í viðtal pirraður og sagt kannski vitlausa hluti.“

,,Ég hefði átt að mæta í viðtöl, svona er þetta bara. Maður tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir, þetta hefur komið fyrir áður hjá öðrum liðum og landsliðum.“

Gylfi segir að aðrir leikmenn hafi mætt í viðtöl og hann hefði líklega sagt sömu hluti.

,,Fjölmiðlar fengu nóg af leikmönnum frá Íslandi eftir leikinn, ég hefði sagt svipaða hluti. Ég skal mæta í viðtöl eftir næsta leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 4 dögum

Gylfa hrósað í hástert: Í öðru sæti yfir þá sem hafa bætt sig mest – ,,Everton fær mikið fyrir peninginn“

Gylfa hrósað í hástert: Í öðru sæti yfir þá sem hafa bætt sig mest – ,,Everton fær mikið fyrir peninginn“
433Sport
Fyrir 4 dögum

,,Ég vona að þú fáir hvítblæði og að þér verði nauðgað til dauða“

,,Ég vona að þú fáir hvítblæði og að þér verði nauðgað til dauða“
433Sport
Fyrir 6 dögum

Þessir leikmenn landsliðsins eru í öðrum gæðaflokki að mati Gumma Ben – ,,Truflar mig ekki neitt þegar sonurinn spilar“

Þessir leikmenn landsliðsins eru í öðrum gæðaflokki að mati Gumma Ben – ,,Truflar mig ekki neitt þegar sonurinn spilar“
433Sport
Fyrir 6 dögum

13 leikja martröð landsliðsins þar sem vörnin lekur og sóknarleikurinn virkar ekki

13 leikja martröð landsliðsins þar sem vörnin lekur og sóknarleikurinn virkar ekki