fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Rúnar Alex fær mikið hrós í Frakklandi – Elskar að halda hreinu

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. september 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson hefur byrjað feril sinn vel í Frakklandi en hann samdi við lið Dijon í sumar.

Rúnar hefur haldið hreinu í þremur af fyrstu sex leikjum deildarinnar og lék í markalausu jafntefli gegn Reims í gær.

Í grein hjá Ligue1.com er fjallað um Rúnar og hans frammistöðu síðan hann kom frá Nordsjælland í sumar.

Talað er vel um íslenska markvörðinn og býst höfundurinn við að Rúnar taki við af Hannesi Þór Halldórssyni í marki landsliðsins á næstunni.

,,Dijon keypti Rúnarsson frá danska félaginu FC Nordsjælland í sumar til að taka við af hinum vinsæla Baptiste Reynet sem fór til Toulouse,“ sagði í greininni.

,,Það er stórt skarð til að fylla en íslenski markvörðurinn hefur klæðst hönskunum vel.“

,,Þetta var í þriðja sinn sem hann heldur hreinu í sex deildarleikjum og nú hlýtur hann að nálgast byrjunarliðssæti í landsliðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld