Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, undirbýr sitt lið fyrir leik gegn Úrúgvæ á HM í dag.
Deschamps og félagar mæta Úrúgvæ í 8-liða úrslitum HM en leikurinn hefst klukkan 14:00 í dag.
Ousmane Dembele, leikmaður Barcelona, á ekki fast sæti í liði Frakklands og hefur ekki komið mikið við sögu í sumar.
Deschamps ræddi Dembele í gær en framherjinn neitaði á sínum tíma að æfa með Borussoa Dortmund til að komast til Barcelona.
,,Þetta var óásættanleg hegðun af hans hálfu. Viðhorf Dembele hefur skapað vandræði hjá Dortmund og í landsliðinu,“ sagði Deschamps.
,,Ég gat ekki kallað hann í landsliðið því hann var ekki að æfa. Við getum ekki sætt okkur við svona hegðun.“