fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Ari Freyr burstaði Birki Má í NBA

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. júní 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er búið að vera mjög næs. Maður þarf að passa sig á sólinni, hún er lúmsk. Það hefur verið smá vindur hérna en samt alveg hrikalegur hiti,“ sagði landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason í morgun.

Strákarnir hafa haft nóg að gera á milli æfinga; sumir hafa skellt sér í hjólreiðatúr, aðrir farið í ísbað á meðan sumir hafa notið meðhöndlunar hjá sjúkraþjálfurum íslenska liðsins. Ari Freyr segir að hann hafi til dæmis spilað borðtennis og pílukast til að drepa tímann.

„Svo eru tölvuleikir fyrir nördana,“ sagði Ari Freyr í viðtali við 433.is í morgun.

Hvað ertu að spila helst? „Ég hef nú verið að rústa Birki Má í NBA reyndar, svona inn á milli og svo er maður aðeins að koma inn í þetta Fortnite dæmi.“

Hvernig gengur það? Það gengur mjög illa. Ég er skelfilegur í þessu,“ sagði Ari Freyr og skellti upp úr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum