fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Nemendur lýstu upp Heimaklett – Til minningar um Sigurlás sem lést þar í fyrradag

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 09:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem hneig meðvitundarlaus niður á Heimakletti í Vestmannaeyjum í fyrrdag hét Sigurlás Þorleifsson. Hann komst aldrei til meðvitundar. Sigurlás var fyrrum knattspyrnuhetja í Eyjum og starfaði við góðan orðstír sem skólastjóri í Grunnskóla Vestmannaeyja.

Mikil sorg hefur ríkt í Vestmannaeyjum enda hafði Sigurlás sett sterkan svip á mannlífið í Eyjum, bæði í leik og starfi.

Gamlir og núverandi nemendur í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum fóru upp á Heimaklett í gær, þar var kveikt á kertum. Meðal annars var settur upp kross til minningar um þennan merka mann.

Sigurlás hafði verið á göngu með vinum sínum þegar hann hneig niður, endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Sigurlás var 60 ára gamall en hann átti glæstan feril sem knattspyrnumaður og þjálfari. Hann lék tíu landsleiki fyrir hönd Íslands en hann klæddist á ferli sínum búningum Víkings og ÍBV.

Sorg í Vestmannaeyjum – Fyrrum landsliðsmaður í fótbolta og skólastjóri bráðkvaddur á Heimakletti

Þá var Sigurlás þjálfari ÍBV um tíma í meistaraflokki, bæði karla og kvenna auk þess að þjálfa yngri flokka félagsins. Hefur hann átt stóran þátt í uppgangi félagsins. Á Facebook-síðu Grunnskólans í Vestmannaeyjum er greint frá andláti Sigurlásar. Þar minnast margir Eyjamenn Sigurlásar með hlýjum orðum en ljóst er að merkur maður er fallinn frá. Er Sigurlási lýst sem yndislegum, heiðarlegum og duglegum manni sem hafði mikil áhrif á sitt bæjarfélag til góðs. Í tilkynningu frá Grunnskóla Vestmannaeyja segir orðrétt:

https://platform.twitter.com/widgets.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bjarki lánaður frá Víkingi á ný

Bjarki lánaður frá Víkingi á ný
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Spá fyrirliða, þjálfara og formanna – Val spáð titlinum í enn eitt skiptið

Spá fyrirliða, þjálfara og formanna – Val spáð titlinum í enn eitt skiptið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mikið áhyggjuefni fyrir Arteta í aðdraganda leiksins í kvöld

Mikið áhyggjuefni fyrir Arteta í aðdraganda leiksins í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu
433Sport
Í gær

Víkingur er meistari meistaranna eftir sigur í vítaspyrnukeppni – Sjáðu mörkin

Víkingur er meistari meistaranna eftir sigur í vítaspyrnukeppni – Sjáðu mörkin
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Xavi fékk rautt spjald fyrir hegðun sína í kvöld

Sjáðu myndbandið: Xavi fékk rautt spjald fyrir hegðun sína í kvöld