fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

„Fólkið í Madrid óttast Liverpool og Jurgen Klopp“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 21:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bayern Munich tók á móti Real Madrid í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna.

Joshua Kimmich kom Bayern Munich yfir áður en Marcelo jafnaði metin fyrir Real Madrid undir lok fyrri hálfeliks.

Það var svo Marco Asensio sem skoraði sigurmark leiksins á 57. og lokatölur við 2-1 fyrir spænska liðið.

Real Madrid er því í ansi góðum málum fyrir seinni leikinn sem fer fram þann 1. maí næstkomandi og sömu sögu er að segja um Liverpool sem að vann 5-2 sigur á Roma í gær í undanúrslitum keppninnar.

Það stefnir því allt í að Liverpool og Real Madrid mætist í úrslitum Meistaradeildarinnar í ár en Juan Castro, blaðamaður hjá BBC segir að enska liðið sé ekki óskamótherji Real.

„Liverpool var alls ekki líklegasta liðið til þess að vinna keppnina,“ sagði Castro.

„Staðan er hins vegar sú að fólkið í Madrid óttast Liverpool og leikstílinn hans Jurgen Klopp.“

„Vissulega fá þeir stundum á sig þrjú eða fjögur mörk en þeir geta líka skorað fjögur eða fimm í einum leik,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Í gær

Arsenal skapaði sér lítið og er úr leik í Meistaradeildinni

Arsenal skapaði sér lítið og er úr leik í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“